Námsbraut í undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar.

Vakin er athygli á námsbraut í undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar hér: http://www.endurmenntun.is/Namsbrautir/Agrunnstigi/Skoda/5514H15

 

Posted in Fræðsluefni, Námskeið | Leave a comment

Styrkir til skrifa á fræðsluefni

Unnt er að sækja styrki til félagsins til skrifa á fræðsluefni og bóka um hugræna atferlismeðferð. Sendur er tölvupóstur á Sjöfn Ágústsdóttur sálfræðing, sjofn@salomon.is, þar sem fram kemur lýsing á verkinu. Ef tekin er ákvörðun um að styrkja verkið, ræðst upphæðin af umfangi verksins og bolmagni félagsins hverju sinni. Greidd er hálf styrksupphæðin við upphaf og seinni helmingur þegar verkefni hefur verið skilað til stjórnar sem les verkið yfir og veitt samþykki sitt. Er seinni hlutur styrksins þá greiddur út og er venjan að félagsmenn fái 20% afsláttur af söluverði verksins og boðið sé upp á fræðsluerindi um efni verksins til félagsmanna.

 

 

Posted in Fræðsluefni, Námskeið | Leave a comment

Ódýrasta skráningargjaldið í Jerúsalem til 31. maí

Kæru félagsmenn.

Ráðstefna Evrópusamtaka um hugræna atferlismeðferð er í ár haldin í Jerúsalem frá 31. ágúst til 3. september nk. Að þessu sinni er umfjöllunarefni ráðstefnunnar hvernig hugræn atferlismeðferð getið stuðlað að sátt og samlyndi þjóða (CBT: A Road to Hope an Compassion for People in Conflict).
Venju samkvæmt má þó finna vinnustofur og erindi um ýmis önnur mál en meðal aðalfyrirlesara má nefna Sarah Abu-Kaf, David Barlow, Gerhard Andersson, Edna Foa, Silvia Schneider, Tammie Ronen, Stefan Hofmann, Yona Teichman, Ronald Rapee, David Brent o.fl.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á www.eabct2015.com en ódýrasta skráningargjaldið fæst fyrir 31. maí nk. Minnt er á að meðlimir í félagi um hugræna atferlismeðferð fá afslátt af ráðstefnugjaldi (skrá sig sem „members“ í Evrópusamtökunum).

Bestu kveðjur,
Sóley D. Davíðsdóttir
formaður félags um hugræna atferlismeðferð.

Posted in Námskeið, Ráðstefnur | Leave a comment

EABCT ráðstefnan í Jerúsalem 2015

Nú er hægt að fara að hugleiða ferð á EABCT ráðstefnuna í Jerúsalem 2015

Sjá hér.

Posted in Námskeið, Ráðstefnur | Leave a comment

Vinnustofa með Philip C Kendall 8. og 9. janúar

Vinnustofa með Philip C Kendall um kvíða barna og unglinga.

Sjá hér.

Posted in Meðferð, Námskeið | Leave a comment

Gagnsemi HAM

Góð grein um Gagnsemi HAM.

Greinin er úr Læknabalaðinu 2011 og er eftir Magnús Blöndahl Sighvatsson, Hafrúnu Kristjánsdóttur, Engilbert Sigurðsson og Jón Friðrik Sigurðsson.
 

Posted in Fræðsluefni, Meðferð | Leave a comment

Evrópuráðstefna EABCT í Haag 10. – 13. september 2014.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Evrópuráðstefnuna í Haag 10. – 13. september 2014. Ódýrasta gjald er í boði til 1. maí. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru hér:

http://www.eabct2014.org/homepage

Posted in Ráðstefnur | Leave a comment

Námsbrautir í hugrænni atferlismeðferð

Hjá Endurmenntun Háskóla Íslands er hægt að sækja um þrenns konar námsbrautir í hugrænni atferlismeðferð sem eru allar haldnar í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð.
Námsbrautirnar þrjár eru: Hugræn atferlismeðferð: eins árs þverfaglegt, hagnýtt nám, Sérnám í hugrænni atferlismeðferð, tveggja ára nám fyrir sálfræðinga og geðlækna og Nám í undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar.
Sótt er um námið á vef Endurmenntunar og er umsóknarfrestur til 3. júní.

Posted in Fræðsluefni, Meðferð, Námskeið | Leave a comment

Lægsta skráningargjald EABCT framlengt til 7. júní

Skilaboð frá EABCT vegna ráðstefnunnar:

EABCT 2013 Annual Congress. 
25th – 28th September 2013
Extension of the Early Bird registration Rate

So that delegates who have recently had their presentations and posters accepted by the scientific programme committee can benefit from the early bird registration rate, we are extending the deadline by 2 weeks from the original date of 24th May.
All delegates can now benefit from the early bird rate until Friday 7th June.

Andreas Veith
Congress Organiser

Posted in Ráðstefnur | Leave a comment

Evrópuráðstefnan í Marrakech 25.-28. september.

Kæru kollegar.

Mig langar að segja ykkur örlítið frá fyrirhugaðri Evrópuráðstefnu um hugræna atferlismeðferð í Marrakech í Marokkó dagana 25.-28. september n.k. þar sem ég var sjálf að koma frá svæðinu, kynnti mér aðstæður – og varð stórhrifin!

Ég dvaldi á Palmerai Golf Palace hóteli (sjá http://www.pgpmarrakech.com) sem er fimm stjörnu hótel við hliðina á ráðstefnumiðstöðinni – sem noto bene minnir á forna marokkóska höll-  en hvoru tveggja er umlukið yndislegum aldingarði þar sem notalegt er að slappa af milli appelsínu- og pálmatrjáa, við bakka mósaíklagðra sundlauga og gosbrunna. Það er upplifun að dvelja á þessu hóteli, morgunverðarhlaðborðið ógleymanlegt (eins og úr 1001 nótt) og verðið hagstætt miðað við þann íburð sem um ræðir. Þá eru samt hagstæðari möguleikar í stöðunni, til dæmis má leigja allt að þriggja herbergja íbúðir á svæðinu fyrir 116 evrur nóttina en deili 6 manns íbúð er verðið rúmar 3500 krónur nóttin á mann. Ég mæli alla vega með að ráðstefnugestir dvelji á Palmerai-svæðinu þar sem ráðstefnan er haldin – og allt fjörið verðurJ – en frá hótelunum fara reglulegar ferðir niður í miðbæ sem er í 20 mínútna akstursfjarlægð frá svæðinu.

Best er að bóka gistingu í gegnum ráðstefnusíðuna, http://eabct2013.org, en mér sýnist að búið sé að semja þar um verð fyrir ráðstefnugesti og taka frá einhver pláss á hótelunum.

Á skemmtidagskrá ráðstefnunnar er meðal annars fyrirhugað hanastél í aldingarðinum og kvöldverður á hefðbundnum berbneskum veitingastað þar sem sólin sést setjast yfir eyðimörkina. Vísindaprógrammið er fjölbreytt en meðal aðalfyrirlesara má nefna Susan Bögels sem fjallar um árvekni í fjölskyldum og framheilastarf, Ron Rape sem ræðir um meðhöndlun kvíðaraskana ungmenna, Robert Leahy um tilfinningaleg skemu, Richard Bentall um félagslegan uppruna jákvæðra einkenna í sturlun og Judith Beck um hugræna meðferð við persónuleikaröskunum (nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar á http://eabct2013.org).

Ég mæli með að fólk bóki flug sem allra fyrst þar sem flugfargjöld fara óðum hækkandi eftir því sem á líður á vorið. Fjöldi flugfélaga flýgur frá London til Marrakech og má þar m.a. nefna Easy Jet, Ryan Air og British Airways (sjá t.d. dohop.com). Fargjöld milli London og Marrakech mælast nú á bilinu 30-40 000 krónur báðar leiðir. Hagstæð flugfargjöld má einnig finna í gegnum París og sumir hafa fundið ódýr fargjöld til Casablanca og taka þá lest til Marrakech.

Ódýrasta ráðstefnugjaldið fæst fyrir 24. maí nk. og vil ég minna á að meðlimir í Félagi um hugræna atferlismeðferð fá rúmlega tíu þúsund króna afslátt af ráðstefnugjaldi (greiða sem „members“).

Missið ekki af ráðstefnu í einstöku umhverfi!

Bestu kveðjur, Sóley D. Davíðsdóttir formaður Félags um hugræna atferlismeðferð.

Posted in Ráðstefnur | Leave a comment