Gagnsemi HAM

Góð grein um Gagnsemi HAM.

Greinin er úr Læknabalaðinu 2011 og er eftir Magnús Blöndahl Sighvatsson, Hafrúnu Kristjánsdóttur, Engilbert Sigurðsson og Jón Friðrik Sigurðsson.
 

Posted in Fræðsluefni, Meðferð | Leave a comment

Evrópuráðstefna EABCT í Haag 10. – 13. september 2014.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Evrópuráðstefnuna í Haag 10. – 13. september 2014. Ódýrasta gjald er í boði til 1. maí. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru hér:

http://www.eabct2014.org/homepage

Posted in Ráðstefnur | Leave a comment

Námsbrautir í hugrænni atferlismeðferð

Hjá Endurmenntun Háskóla Íslands er hægt að sækja um þrenns konar námsbrautir í hugrænni atferlismeðferð sem eru allar haldnar í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð.
Námsbrautirnar þrjár eru: Hugræn atferlismeðferð: eins árs þverfaglegt, hagnýtt nám, Sérnám í hugrænni atferlismeðferð, tveggja ára nám fyrir sálfræðinga og geðlækna og Nám í undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar.
Sótt er um námið á vef Endurmenntunar og er umsóknarfrestur til 3. júní.

Posted in Fræðsluefni, Meðferð, Námskeið | Leave a comment

Lægsta skráningargjald EABCT framlengt til 7. júní

Skilaboð frá EABCT vegna ráðstefnunnar:

EABCT 2013 Annual Congress. 
25th – 28th September 2013
Extension of the Early Bird registration Rate

So that delegates who have recently had their presentations and posters accepted by the scientific programme committee can benefit from the early bird registration rate, we are extending the deadline by 2 weeks from the original date of 24th May.
All delegates can now benefit from the early bird rate until Friday 7th June.

Andreas Veith
Congress Organiser

Posted in Ráðstefnur | Leave a comment

Evrópuráðstefnan í Marrakech 25.-28. september.

Kæru kollegar.

Mig langar að segja ykkur örlítið frá fyrirhugaðri Evrópuráðstefnu um hugræna atferlismeðferð í Marrakech í Marokkó dagana 25.-28. september n.k. þar sem ég var sjálf að koma frá svæðinu, kynnti mér aðstæður – og varð stórhrifin!

Ég dvaldi á Palmerai Golf Palace hóteli (sjá http://www.pgpmarrakech.com) sem er fimm stjörnu hótel við hliðina á ráðstefnumiðstöðinni – sem noto bene minnir á forna marokkóska höll-  en hvoru tveggja er umlukið yndislegum aldingarði þar sem notalegt er að slappa af milli appelsínu- og pálmatrjáa, við bakka mósaíklagðra sundlauga og gosbrunna. Það er upplifun að dvelja á þessu hóteli, morgunverðarhlaðborðið ógleymanlegt (eins og úr 1001 nótt) og verðið hagstætt miðað við þann íburð sem um ræðir. Þá eru samt hagstæðari möguleikar í stöðunni, til dæmis má leigja allt að þriggja herbergja íbúðir á svæðinu fyrir 116 evrur nóttina en deili 6 manns íbúð er verðið rúmar 3500 krónur nóttin á mann. Ég mæli alla vega með að ráðstefnugestir dvelji á Palmerai-svæðinu þar sem ráðstefnan er haldin – og allt fjörið verðurJ – en frá hótelunum fara reglulegar ferðir niður í miðbæ sem er í 20 mínútna akstursfjarlægð frá svæðinu.

Best er að bóka gistingu í gegnum ráðstefnusíðuna, http://eabct2013.org, en mér sýnist að búið sé að semja þar um verð fyrir ráðstefnugesti og taka frá einhver pláss á hótelunum.

Á skemmtidagskrá ráðstefnunnar er meðal annars fyrirhugað hanastél í aldingarðinum og kvöldverður á hefðbundnum berbneskum veitingastað þar sem sólin sést setjast yfir eyðimörkina. Vísindaprógrammið er fjölbreytt en meðal aðalfyrirlesara má nefna Susan Bögels sem fjallar um árvekni í fjölskyldum og framheilastarf, Ron Rape sem ræðir um meðhöndlun kvíðaraskana ungmenna, Robert Leahy um tilfinningaleg skemu, Richard Bentall um félagslegan uppruna jákvæðra einkenna í sturlun og Judith Beck um hugræna meðferð við persónuleikaröskunum (nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar á http://eabct2013.org).

Ég mæli með að fólk bóki flug sem allra fyrst þar sem flugfargjöld fara óðum hækkandi eftir því sem á líður á vorið. Fjöldi flugfélaga flýgur frá London til Marrakech og má þar m.a. nefna Easy Jet, Ryan Air og British Airways (sjá t.d. dohop.com). Fargjöld milli London og Marrakech mælast nú á bilinu 30-40 000 krónur báðar leiðir. Hagstæð flugfargjöld má einnig finna í gegnum París og sumir hafa fundið ódýr fargjöld til Casablanca og taka þá lest til Marrakech.

Ódýrasta ráðstefnugjaldið fæst fyrir 24. maí nk. og vil ég minna á að meðlimir í Félagi um hugræna atferlismeðferð fá rúmlega tíu þúsund króna afslátt af ráðstefnugjaldi (greiða sem „members“).

Missið ekki af ráðstefnu í einstöku umhverfi!

Bestu kveðjur, Sóley D. Davíðsdóttir formaður Félags um hugræna atferlismeðferð.

Posted in Ráðstefnur | Leave a comment

Cognitive Processing Therapy (CPT) vinnustofa

Vinnustofa á vegum FHAM 6. mars kl. 10-18 og 7. mars kl. 9-17

Dr. Patricia Resick, klínískur sálfræðingur

Á námskeiðinu verður fjallað um Cognitive Processing Therapy (CPT), sem er áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð við áfallastreituröskun (PTSD) og öðrum afleiðingum áfalla. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að CPT er árangursrík meðferð við áfallastreituröskun og öðrum afleiðingum áfalla. CPT er ein af þeim meðferðum sem sérfræðingar mæla með sem fyrstu meðferð sem veitt er við afleiðingum áfalla.

Nánari upplýsingar

Posted in Námskeið | Leave a comment

Biðlisti á framhaldsnámskeið Paul Gilberts

Framhaldsnámskeið Paul Gilberts í sálfræðimeðferð sem byggir á samkennd (CFT) sem er haldið 24. til 26. janúar næstkomandi er orðið fullt, en hægt er að skrá sig á biðlista.

Námskeiðið er eingöngu ætlað þeim sem nú þegar hafa sótt tveggja eða þriggja daga grunnámskeið í CFT (t.d námskeið Paul Gilberts á Íslandi 2007 eða námskeið Margrétar Arnljótsdóttur og Margrétar Bárðardóttur um CFT).

Posted in Námskeið | Tagged | Leave a comment

Sálfræðimeðferð byggð á samkennd

Námskeið í sálfræðimeðferð byggða á samkennd verður haldið í safnaðarheimili Neskirkju 17. og 18. nóvember næstkomandi.

Sálfræðimeðferð byggð á samkennd (Compassion Focused Therapy) hefur þróast í framhaldi af hugrænni atferlismeðferð og er sérstaklega hugsuð til að vinna með skömm, sektarkennd og sjálfsgagnrýni sem finnst þvert á allar geðgreiningar. Paul Gilbert prófessor í sálfræði er frumkvöðull að CFT sem vakið hefur verðskuldaða athygli á undanförnum árum.

Á námskeiðinu verður kynntur kenningarlegur bakgrunnur þessarar meðferðarstefnu sem og helstu aðferðir og æfingar til að rækta með sér samkennd og skilning gagnvart erfiðum tilfinningum og hugsunum. Námskeiðið er einnig hagnýtt og er virk þátttaka í æfingunum mikilvæg.

Námskeiðið er haldið undir handleiðslu Paul Gilberts. Hann mun halda framhaldsnámskeið í febrúar 2013. Þetta námskeið er undirbúningur fyrir það.

Posted in Námskeið | Tagged , , | Leave a comment

Ný heimasíða

Félag um hugræna atferlismeðferð hefur endurnýjað heimasíðu sína. Núverandi síða byggir á WordPress vefumsjónarkerfinu sem auðveldar félaginu að birta áhugavert efni. Vinsamlegast látið vita hvort ykkur finnist eitthvað vanta á síðuna, eða viljið fá að birta efni þar.

Posted in Heimasíða | Leave a comment