Félagið

Félag um hugræna atferlismeðferð var stofnað árið 1986 af hópi atferlissinnaðra sálfræðinga til að koma á samstarfi um nám og þjálfun í atferlismeðferð, fylgjast með framförum í atferlisfræðum og meðferð og stuðla að tengslum við atferlisfélög í öðrum löndum. Mánaðarlega eru haldnir fundir þar sem fjallað er um meðferð við ákveðnum vandamálum, svo og nýlegar rannsóknir, bæði hagnýtar og fræðilegar.

Félagið er ætlað sálfræðingum og öðru fagfólki sem styður hlutverk og tilgang félagsins. Félagsgjaldið er 4000 krónur og er greitt einu sinni á ári. Meðlimir í félaginu fá 15 prósent afslátt af námskeiðum sem haldin eru á vegum félagsins og forgang á þau námskeið.

Nú eru félagar um 200 talsins, en félagið er öllum opið öllum fagmenntuðum einstaklingum er hafa áhuga á atferlis- og hugrænni meðferð. Formaður félagsins er Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur, varaformaður Berglind Guðmundsdóttir, ritari Sjöfn Evertsdóttir, gjaldkeri Jón S. Karlsson og varamaður í stjórn Helena Jónsdóttir.

Skráningu í félagið annast Berglind Guðmundsdóttir sem hefur netfangið berggudm@landspitali.is. Vinsamlegast tilgreinið:

Fullt nafn, kennitölu
Netfang
Heimilisfang, póstnúmer, stað
Menntun, starfsheiti, vinnustað

Comments are closed.