EABCT 2016 í Stokkhólmi

Kæru félagar

Ráðstefna Evrópusamtaka um hugræna atferlismeðferð er í ár haldin í Stokkhólmi frá 31. ágúst til 3. september næstkomandi  og ber hún yfirskriftina Roots and Present Branches of CBT. Líkt og fyrr eru fjöldi mismunandi og áhugaverðra vinnustofa og erinda í boði og meðal aðalfyrirlesara má nefna Arthur Freeman, Emily Holmes, Joanne Dahl, David M. Clark, Arnoud Arntz, Paul Emmelkamp, Tim Dalgleish, Roz Shafran, Lars-Göran Öst, Anke Ehlers og Judith Beck.

Ráðstefnan fer fram í Stockholm Waterfront Congress Centre, sem er nýleg ráðstefnuhöll í hjarta Stokkhólms, við hliðina á Radisson Blu Waterfront hótelinu. Aðstæður í höllinni eru eins og best verður á kosið og aðgengi einstaklega þægilegt. Það tekur innan við fimm mínútur að gagna frá Arlanda Express brautarpallinum að höllinni í gegnum aðaljárnbrautarstöðin (Central Station), sem er beint fyrir utan höllinni.

Áhugaverð skemmtidagskrá hefur verið skipulögð í tengslum við ráðstefnuna. Sem dæmi stendur gestum til boða að fara sér að kostnaðarlausu þann 30. ágúst í Moderna Muséet, gönguferð um Rosendal’s garðinn og After work at Garden. Þann 31. ágúst er búið að skipuleggja frítt Pub Quiz með yfirskriftinni The challenge of the Masters og 1. og 2. september er boðið upp á fría líkamsrækt, Running Experience of Stockholm og Brake of Dawn Acroyoga. Að lokum stendur þeim sem ætla að dvelja lengur í Stokkhólm til boða After Congress Hangout þann 3. september og Picnic Chill Out at Prison Island þann 4. september, að kostnaðarlausu. Svo það eru endalaus tækifæri til að hittast og spjalla við ýmis tækifæri meðan á ráðstefnunni stendur, sem og fyrir hana og eftir.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefslóðinni http://eabct2016.org. Vert er að minna á að ódýrasta skráningargjaldið fæst fyrir 31. maí næstkomandi og að meðlimir í félagi um hugræna atferlismeðferð fá afslátt af ráðstefnugjaldi (skrá sig sem „members“ í Evrópusamtökunum).

Með von um að sem flestir sjái sér fært að fara!

Bestu kveðjur,

Sjöfn Evertsdóttir

Formaður félags um hugræna atferlismeðferð.

 

This entry was posted in Fræðsluefni, Námskeið, Ráðstefnur. Bookmark the permalink.

Comments are closed.