Ódýrasta skráningargjaldið í Jerúsalem til 31. maí

Kæru félagsmenn.

Ráðstefna Evrópusamtaka um hugræna atferlismeðferð er í ár haldin í Jerúsalem frá 31. ágúst til 3. september nk. Að þessu sinni er umfjöllunarefni ráðstefnunnar hvernig hugræn atferlismeðferð getið stuðlað að sátt og samlyndi þjóða (CBT: A Road to Hope an Compassion for People in Conflict).
Venju samkvæmt má þó finna vinnustofur og erindi um ýmis önnur mál en meðal aðalfyrirlesara má nefna Sarah Abu-Kaf, David Barlow, Gerhard Andersson, Edna Foa, Silvia Schneider, Tammie Ronen, Stefan Hofmann, Yona Teichman, Ronald Rapee, David Brent o.fl.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á www.eabct2015.com en ódýrasta skráningargjaldið fæst fyrir 31. maí nk. Minnt er á að meðlimir í félagi um hugræna atferlismeðferð fá afslátt af ráðstefnugjaldi (skrá sig sem „members“ í Evrópusamtökunum).

Bestu kveðjur,
Sóley D. Davíðsdóttir
formaður félags um hugræna atferlismeðferð.

This entry was posted in Námskeið, Ráðstefnur. Bookmark the permalink.

Comments are closed.