Síðustu forvöð að skila inn efni

Síðustu forvöð að skila inn efni

Posted in Fræðsluefni, Námskeið, Óflokkað, Ráðstefnur | Leave a comment

Breytt staðsetning á EABCT ráðstefnunni 2017

Ráðstefnan verður í Ljublana, Sloveníu 13-16. september, en ekki í Tyrklandi líkt og ætlað var. Snemmskráning er til  28. apríl. Nánari upplýsingar hjá www.eabct2017.org.

Posted in Námskeið, Ráðstefnur | Leave a comment

EABCT 2016 í Stokkhólmi

Kæru félagar

Ráðstefna Evrópusamtaka um hugræna atferlismeðferð er í ár haldin í Stokkhólmi frá 31. ágúst til 3. september næstkomandi  og ber hún yfirskriftina Roots and Present Branches of CBT. Líkt og fyrr eru fjöldi mismunandi og áhugaverðra vinnustofa og erinda í boði og meðal aðalfyrirlesara má nefna Arthur Freeman, Emily Holmes, Joanne Dahl, David M. Clark, Arnoud Arntz, Paul Emmelkamp, Tim Dalgleish, Roz Shafran, Lars-Göran Öst, Anke Ehlers og Judith Beck.

Ráðstefnan fer fram í Stockholm Waterfront Congress Centre, sem er nýleg ráðstefnuhöll í hjarta Stokkhólms, við hliðina á Radisson Blu Waterfront hótelinu. Aðstæður í höllinni eru eins og best verður á kosið og aðgengi einstaklega þægilegt. Það tekur innan við fimm mínútur að gagna frá Arlanda Express brautarpallinum að höllinni í gegnum aðaljárnbrautarstöðin (Central Station), sem er beint fyrir utan höllinni.

Áhugaverð skemmtidagskrá hefur verið skipulögð í tengslum við ráðstefnuna. Sem dæmi stendur gestum til boða að fara sér að kostnaðarlausu þann 30. ágúst í Moderna Muséet, gönguferð um Rosendal’s garðinn og After work at Garden. Þann 31. ágúst er búið að skipuleggja frítt Pub Quiz með yfirskriftinni The challenge of the Masters og 1. og 2. september er boðið upp á fría líkamsrækt, Running Experience of Stockholm og Brake of Dawn Acroyoga. Að lokum stendur þeim sem ætla að dvelja lengur í Stokkhólm til boða After Congress Hangout þann 3. september og Picnic Chill Out at Prison Island þann 4. september, að kostnaðarlausu. Svo það eru endalaus tækifæri til að hittast og spjalla við ýmis tækifæri meðan á ráðstefnunni stendur, sem og fyrir hana og eftir.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefslóðinni http://eabct2016.org. Vert er að minna á að ódýrasta skráningargjaldið fæst fyrir 31. maí næstkomandi og að meðlimir í félagi um hugræna atferlismeðferð fá afslátt af ráðstefnugjaldi (skrá sig sem „members“ í Evrópusamtökunum).

Með von um að sem flestir sjái sér fært að fara!

Bestu kveðjur,

Sjöfn Evertsdóttir

Formaður félags um hugræna atferlismeðferð.

 

Posted in Fræðsluefni, Námskeið, Ráðstefnur | Leave a comment

Frá Endurmenntun

Vakin er athygli á vinnustofum sem eru á dagskrá hjá Endurmenntun og eru hluti af sérnámi í HAM.

Hér er um að ræða tveggja daga vinnustofur á föstudegi og laugardegi og má sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Hér er tengill: http://us3.campaign-archive2.com/?u=f4b194647590bbe9a96a9a81d&id=66a0ecbf1a&e=

Jafnframt er komin ný námsskrá fyrir Nám í undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar sem áætlað er að byrja haust 2016.  Hér er tengill á það: http://www.endurmenntun.is/Namsbrautir/Agrunnstigi/Skoda/5516H16 .

Posted in Fræðsluefni, Námskeið | Leave a comment

Skráning á EABCT 2016

Nú er komið að því að skrá sig á EABCT 2016. Ódýra gjaldið er til 31. mars.

Posted in Námskeið, Ráðstefnur | Leave a comment

Námsbraut í undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar.

Vakin er athygli á námsbraut í undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar hér: http://www.endurmenntun.is/Namsbrautir/Agrunnstigi/Skoda/5514H15

 

Posted in Fræðsluefni, Námskeið | Leave a comment

Styrkir til skrifa á fræðsluefni

Unnt er að sækja styrki til félagsins til skrifa á fræðsluefni og bóka um hugræna atferlismeðferð. Sendur er tölvupóstur á Sjöfn Ágústsdóttur sálfræðing, sjofn@salomon.is, þar sem fram kemur lýsing á verkinu. Ef tekin er ákvörðun um að styrkja verkið, ræðst upphæðin af umfangi verksins og bolmagni félagsins hverju sinni. Greidd er hálf styrksupphæðin við upphaf og seinni helmingur þegar verkefni hefur verið skilað til stjórnar sem les verkið yfir og veitt samþykki sitt. Er seinni hlutur styrksins þá greiddur út og er venjan að félagsmenn fái 20% afsláttur af söluverði verksins og boðið sé upp á fræðsluerindi um efni verksins til félagsmanna.

 

 

Posted in Fræðsluefni, Námskeið | Leave a comment

Ódýrasta skráningargjaldið í Jerúsalem til 31. maí

Kæru félagsmenn.

Ráðstefna Evrópusamtaka um hugræna atferlismeðferð er í ár haldin í Jerúsalem frá 31. ágúst til 3. september nk. Að þessu sinni er umfjöllunarefni ráðstefnunnar hvernig hugræn atferlismeðferð getið stuðlað að sátt og samlyndi þjóða (CBT: A Road to Hope an Compassion for People in Conflict).
Venju samkvæmt má þó finna vinnustofur og erindi um ýmis önnur mál en meðal aðalfyrirlesara má nefna Sarah Abu-Kaf, David Barlow, Gerhard Andersson, Edna Foa, Silvia Schneider, Tammie Ronen, Stefan Hofmann, Yona Teichman, Ronald Rapee, David Brent o.fl.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á www.eabct2015.com en ódýrasta skráningargjaldið fæst fyrir 31. maí nk. Minnt er á að meðlimir í félagi um hugræna atferlismeðferð fá afslátt af ráðstefnugjaldi (skrá sig sem „members“ í Evrópusamtökunum).

Bestu kveðjur,
Sóley D. Davíðsdóttir
formaður félags um hugræna atferlismeðferð.

Posted in Námskeið, Ráðstefnur | Leave a comment

EABCT ráðstefnan í Jerúsalem 2015

Nú er hægt að fara að hugleiða ferð á EABCT ráðstefnuna í Jerúsalem 2015

Sjá hér.

Posted in Námskeið, Ráðstefnur | Leave a comment

Vinnustofa með Philip C Kendall 8. og 9. janúar

Vinnustofa með Philip C Kendall um kvíða barna og unglinga.

Sjá hér.

Posted in Meðferð, Námskeið | Leave a comment