[ Kirkjunetiđ ]

[ Kirkjunetiđ | Átrúnađur | Kristur | Guđfrćđi | Trúarlíf | Veftré ]

[ Almennt | Bćnin | Ritningin | Messan | Prédikanir | Myndir | Sálmar | Mannúđarmál ]


Messan

Í messunni kemur söfnuđurinn fram fyrir Guđ sinn. Messan er okkur jafn nauđsynleg og ađrar fjölskyldusamkomur. Ţar treystum viđ band skírnarinnar og endurnćrumst trúarlega. Messan hefur veriđ nánast óbreytt í 1400 ár, en rćtur hennar eru í gyđingdómi. Í messunni eru fastir óbreytanlegir liđir og liđir sem eru breytilegir eftir kirkjuári.

Hér á landi er víđast hvar tónađ í kirkjum. Tón er upphaflega notađ til ađ hljóđ berist betur, og er ţví strangt til tekiđ alls ekki nauđsynlegt eftir ađ hátalarakerfi urđu til. Ţar sem tónađ er getur veriđ um ađ rćđa svonefnd Gregorstón, Sigfúsartón eđa Hátíđartón Bjarna Ţorsteinssonar. Gregorstóniđ er elst, frá 6.-8. öld eftir Krist og hefur ađ öllum líkindum veriđ notađ hér óslitiđ frá kristnitöku. Sigfúsartón er yngra tón sem kennt er viđ Sigfús Einarsson dómorganísta. Ţađ er tekiđ ađ láni frá dönum af Pétri Guđjohnsen f. 1812 - d. 1877. Sigfúsartón brýtur ýmsar reglur helgisiđanna og víđa hafa prestar horfiđ til gregortónsins á ný. Er ţađ í samrćmi viđ ţá endurnýjun helgisiđanna sem verđur međ handbók íslensku kirkjunnar 1981. Íslenskur hátíđarsöngur kemur út 1899 og og er strax um aldamót innleiddur í mjög margar kirkjur. Víđast hvar ţykir hann ómissandi á stórhátíđum. Ţar sem ađstćđur leyfa eru einnig settar upp frćgar messur eftir snillinga kirkjutónlistarinnar sem eru ţá međ sérstöku tóni eđa söng.


Sendiđ tölvupóst til netstjóra Kirkjunetsins međ fyrirspurnir og ábendingar.
Einkaréttur, allur réttur áskilinn © 1997- 2008 Kirkjunetiđ.
Síđast uppfćrt: 10 janúar, 2008